Fótbolti

Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kristall Máni spilaði síðasta hálftímann í dag.
Kristall Máni spilaði síðasta hálftímann í dag. RBK.NO

Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kristall byrjaði á bekknum en hann hóf að æfa með norska liðinu um síðustu helgi. Daninn Casper Tengstedt kom Rosenborg yfir á 14. mínútu leiksins en Kristian Önsrud jafnaði fyrir gestina á 32. mínútu.

Kristall Máni kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í Þrándheimi í dag en aðeins fimm mínútum síðar skoraði Ole Sæter það sem reyndist sigurmark Rosenborgar í leiknum.

Eftir sigurinn er Rosenborg með 31 stig í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Bodö/Glimt, liði Alfons Sampsted, sem er í því þriðja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.