Fótbolti

Alfons og félagar unnu risasigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar unnu vægast sagt sannfærandi sigur í dag.
Alfons Sampsted og félagar unnu vægast sagt sannfærandi sigur í dag. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í BodÖ/Glimt unnu afar sannfærandi 7-0 sigur er liðið tók á móti Odd í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfons var á sínum stað í byrjunarliði heimamanna, en það voru þeir Amahl Pellegrino og Hugo Vetlesen sem sáu um markaskorun fyrri hálfleiksins. Pellegrino og Vetlesen skoruðu báðir tvö mörk og staðan því 4-0 í hálfleik.

Vetlesen fullkomnaði svo þrennu sína snemma í síðari hálfleik, einmitt eftir stoðsendingu frá Pellegrino, áður en Runar Espejord og Ulrik Saltnes gulltryggðu 7-0 sigur norsku meistaranna.

Bodö/Glimt er nú með 34 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir 17 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Molde. Odd situr hins vegar í tíunda sæti með 19 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.