Erlent

Tólf manns látnir eftir rútu­slys í Króatíu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rútan lenti ofan í skurði.
Rútan lenti ofan í skurði. EPA/Ivan Agnezovic

Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega.

Farþegarnir voru kaþólskir pílagrímar á leið frá Póllandi til Medjugorje í Bosníu og Hersegóvínu. Allir farþegar rútunnar voru pólskir.

Andrej Plenkovic, forsætisráðherra Króatíu, hefur vottað aðstandendum fórnarlambanna samúð sína og segir að viðbragðsaðilar séu að gera allt sem þeir geta til þess að hlúa að þeim sem enn eru á lífi.

Dómsmálaráðherra Póllands hefur farið fram á að ríkissaksóknari landsins rannsaki málið en enn er ekki vitað hvað olli því að rútan lenti utan vegar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×