Innlent

Net­á­rás hafði á­hrif á kerfi Lyfja­stofnunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Lyfjastofnun vinnur áfram að því að greina atvikið.
Lyfjastofnun vinnur áfram að því að greina atvikið. Vísir/Vilhelm

Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn.

Greint er frá árásinni á vef Lyfjastofnunar sem segir að lokað hafi verið fyrir umferð um þessi vefsvæði um leið og upp komst um árásina. Þá væri unnið hörðum höndum að því að greina hana, draga úr áhrifum hennar og gera kerfin virk á ný.

Upplýsingar í sérlyfjaskrá séu opinber gögn, og Mínar síður og verðumsóknarkerfi einungis þjónustugáttir. Sérlyfjaskrá og Mínar síður voru aftur orðin aðgengileg síðdegis í dag en þá var áfram unnið að viðgerð á umsjónarkerfi fyrir lyfjaverð ásamt nánari greiningu á atvikinu.

„Lyfjastofnun biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Unnið verður að því að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur,“ segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.