Tottenham byrjar tímabilið á öruggum sigri

Dejan Kulusevski skoraði og lagði upp fyrir Tottenham í dag.
Dejan Kulusevski skoraði og lagði upp fyrir Tottenham í dag. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images

Tottenham vann afar öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það voru hins vegar gestirnir sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar James Ward-Prowse skoraði fallegt mark á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Moussa Djenepo.

Mark gestanna virtist vekja heimamenn til lífsins og það var Ryan Sessegnon sem jafnaði metin fyrir Tottenham tæpum tíu mínútum síðar eftir góða fyrirgjöf frá Dejan Kulusevski.

Heimamenn tóku svo forystuna eftir rúmlega hálftíma leik þegar Eric Dier stýrði fyrirgjöf Heung-Min Son í netið og staðan var því 2-1 í hálfleik.

Þriðja mark Tottenham kom svo eftir um klukkutíma leik þegar Mohammed Salisu skoraði afar klaufalegt sjálfsmark áður en Dejan Kulusevski gulltryggði öruggan 4-1 sigur liðsins með góðu skoti tveimur mínútum síðar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.