Innlent

Blásið til upplýsingafundar vegna eldgossins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Víðir stýrir fundinum á eftir.
Víðir stýrir fundinum á eftir. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 17:30 vegna eldgossins sem hófst við Geldingadali í dag. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á Vísi. 

Á fundinum verða Magnús Tumi Guðmundsson frá Háskóla Íslands, Elín Björk Jónasdóttir frá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson frá Almannavörnum. Þau munu fara yfir þær upplýsingar sem fengust í yfirlitsferð þeirra í dag yfir gossvæðið. 

Fundurinn fer fram í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og hefst eins og áður segir klukkan 17:30. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×