Grét þegar hún komst ekki í liðið á ÓL í fyrra en nú valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2022 15:31 Beth Mead með öll verðlaunin sem hún vann sér inn á EM kvenna í ár. Getty/Lynne Cameron Endurkomu ársins í fótboltaheiminum á mögulega einn leikmaður Evrópumeistaraliðs Englands. Beth Mead átti einstakt mót og yfirgaf það hlaðin verðlaunum. Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira