Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2022 01:26 Landhelgisgæslan var send á vettvang vegna ljósblossa í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Þetta staðfestir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. „Þetta lítur út fyrir að vera eldur í einhverjum mosa, og engin kvika sjáanleg,“ segir Sigríður. Hún segir engann gosóróa þá vera að mælast á svæðinu. Hins vegar liggi ekki fyrir hvers vegna eldur kom upp í gróðri á svæðinu. „Nei, það er ennþá aðeins að vefjast fyrir okkur.“ Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og víðar á Reykjanesskaga, en líkt og flestum er í fersku minni gaus í Fagradalsfjalli í mars á síðasta ári. Undanfari eldgossins var mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu, ekki ósvipuð þeirri sem riðið hefur yfir að undanförnu. Fyrr í dag greindi Veðurstofan frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi undir jarðskorpunni. Miklar líkur væru á eldgosi á næstu dögum eða vikum. Fréttin var uppfærð klukkan 01:47, eftir að Veðurstofan hafði fengið upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um aðstæður á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Allra augu beinast að svæði sem í fyrra var talið líklegast til að gjósa Augu jarðvísindamanna, sem og fróðleiksþyrstra landsmanna um næsta eldgos á Reykjanesskaga, beinast núna að svæði austan og norðaustan Fagradalsfjalls sem liggur til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingadölum í fyrra og í átt að hinu svipmikla fjalli Keili. Þar benda mælingar til að kvika streymi núna inn í kvikugang sem gæti brotist upp til yfirborðs á næstu dögum með eldgosi. 2. ágúst 2022 22:50 Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. 2. ágúst 2022 22:22 Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. 2. ágúst 2022 19:49 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta staðfestir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. „Þetta lítur út fyrir að vera eldur í einhverjum mosa, og engin kvika sjáanleg,“ segir Sigríður. Hún segir engann gosóróa þá vera að mælast á svæðinu. Hins vegar liggi ekki fyrir hvers vegna eldur kom upp í gróðri á svæðinu. „Nei, það er ennþá aðeins að vefjast fyrir okkur.“ Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og víðar á Reykjanesskaga, en líkt og flestum er í fersku minni gaus í Fagradalsfjalli í mars á síðasta ári. Undanfari eldgossins var mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu, ekki ósvipuð þeirri sem riðið hefur yfir að undanförnu. Fyrr í dag greindi Veðurstofan frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi undir jarðskorpunni. Miklar líkur væru á eldgosi á næstu dögum eða vikum. Fréttin var uppfærð klukkan 01:47, eftir að Veðurstofan hafði fengið upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um aðstæður á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Allra augu beinast að svæði sem í fyrra var talið líklegast til að gjósa Augu jarðvísindamanna, sem og fróðleiksþyrstra landsmanna um næsta eldgos á Reykjanesskaga, beinast núna að svæði austan og norðaustan Fagradalsfjalls sem liggur til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingadölum í fyrra og í átt að hinu svipmikla fjalli Keili. Þar benda mælingar til að kvika streymi núna inn í kvikugang sem gæti brotist upp til yfirborðs á næstu dögum með eldgosi. 2. ágúst 2022 22:50 Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. 2. ágúst 2022 22:22 Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. 2. ágúst 2022 19:49 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Allra augu beinast að svæði sem í fyrra var talið líklegast til að gjósa Augu jarðvísindamanna, sem og fróðleiksþyrstra landsmanna um næsta eldgos á Reykjanesskaga, beinast núna að svæði austan og norðaustan Fagradalsfjalls sem liggur til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingadölum í fyrra og í átt að hinu svipmikla fjalli Keili. Þar benda mælingar til að kvika streymi núna inn í kvikugang sem gæti brotist upp til yfirborðs á næstu dögum með eldgosi. 2. ágúst 2022 22:50
Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. 2. ágúst 2022 22:22
Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. 2. ágúst 2022 19:49