Læknar búast við neyðarástandi Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2022 10:13 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa. Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira