Hetjan á haldaranum ólst upp rétt hjá Wembley leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 13:00 Chloe Kelly fagnar hér sigurmarki sínu í úrslitaleik EM 2022 með eftirminnilegum hætti. AP/Rui Vieira Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn með sigurmarki í framlengingu en þessi 24 ára fótboltakonan máttu þola mikið mótlæti á síðasta ári. Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn. EM 2022 í Englandi Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Sjá meira
Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Sjá meira