Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 14:22 Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira