Fótbolti

Markalaust hjá Íslendingunum í Danmörku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron og félagar byrja tímabilið vel í Danmörku.
Aron og félagar byrja tímabilið vel í Danmörku. Horsens Folkeblad

Lítið var um fjör í fyrri leikjum dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem tveir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni.

Mikael Neville Anderson lék fyrstu 77 mínúturnar á miðju AGF þegar liðið fékk Randers í heimsókn en ekkert mark var skorað í leiknum.

Hefur Randers gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu til þessa en AGF hefur fjögur stig.

Aron Sigurðarson lék nákvæmlega jafn lengi með Horsens þegar liðið heimsótti AaB til Álaborgar en leiknum lauk einnig með markalausu jafntefli.

Aron og félagar með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×