Fjórir skrifstofumenn fyrir hvern klínískan starfsmann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2022 11:51 Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala fyrr í júlí. Vísir Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira