Fótbolti

Þorleifur og félagar teknir í kennslustund í Philadelphia

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hector Herrera og Þorleifur.
Hector Herrera og Þorleifur. vísir/Getty

Þorleifur Úlfarsson var í byrjunarliði Houston Dynamo í bandarísku MLS deildinni í fótbolta í nótt.

Þorleifur og félagar heimsóttu Philadelphia Union sem trónir á toppi Austurdeildarinnar og er óhætt að segja að toppliðið hafi tekið lið Houston Dynamo í kennslustund.

Staðan í leikhléi var 3-0 fyrir Philadelphia og lauk leiknum 6-0 þar sem hinn danski Mikael Uhre gerði meðal annars tvennu. 

Þorleifur lék allan leikinn.

Hitt Íslendingaliðið í deildinni, Montreal Impact, fékk New York City í heimsókn og úr varð markalaust jafntefli en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahópi Montreal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.