Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2022 22:00 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Skjálftahrinan hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en hún er að mati sérfræðinga mjög öflug. „Þetta eru mjög margir smáskjálftar með stærri skjálftum inni á milli. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist fjórir að stærð,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Sá fannst meðal annars í Borgarfirði. Í sjónvarpsfréttinni sýnir Einar okkur tölur yfir jarðskjálfta og eins og sést á skjánum er töluvert um smáskjálfta. Einar telur að kvikuhlaup sé á fjögurra til sjö kílómetra dýpi og ástæða til að fylgjast náið með þróuninni. Hann segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram. „Og við þurfum að fylgjast með hvert dýpið er á skjálftunum og hver framvindan verður. Hvort þetta kóðni niður á endanum eins og gerðist um áramótin síðustu eða hvort við sjáum aftur eldgos á svipuðum slóðum.“ Veðurstofan fundaði með almannavörnum í dag og var óvissustigi lýst yfir. Þá hefur flugveðurkóði verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk. Getur gosið alveg fyrirvaralaust eða fáum við fyrirboða áður? „Við sáum fyrst þegar það byrjaði að gjósa þá var eins og skjálftavirknin kóðnaði niður á undan en það er frekar erfitt að meta það. Við fylgjumst vel með vefmyndavélum og reynum að meta hver hæðin á skjálftunum er hverju sinni. Ef skjálftavirknin kóðnar niður þá förum við að horfa á vefmyndavélarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Skjálftahrinan hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en hún er að mati sérfræðinga mjög öflug. „Þetta eru mjög margir smáskjálftar með stærri skjálftum inni á milli. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist fjórir að stærð,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Sá fannst meðal annars í Borgarfirði. Í sjónvarpsfréttinni sýnir Einar okkur tölur yfir jarðskjálfta og eins og sést á skjánum er töluvert um smáskjálfta. Einar telur að kvikuhlaup sé á fjögurra til sjö kílómetra dýpi og ástæða til að fylgjast náið með þróuninni. Hann segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram. „Og við þurfum að fylgjast með hvert dýpið er á skjálftunum og hver framvindan verður. Hvort þetta kóðni niður á endanum eins og gerðist um áramótin síðustu eða hvort við sjáum aftur eldgos á svipuðum slóðum.“ Veðurstofan fundaði með almannavörnum í dag og var óvissustigi lýst yfir. Þá hefur flugveðurkóði verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk. Getur gosið alveg fyrirvaralaust eða fáum við fyrirboða áður? „Við sáum fyrst þegar það byrjaði að gjósa þá var eins og skjálftavirknin kóðnaði niður á undan en það er frekar erfitt að meta það. Við fylgjumst vel með vefmyndavélum og reynum að meta hver hæðin á skjálftunum er hverju sinni. Ef skjálftavirknin kóðnar niður þá förum við að horfa á vefmyndavélarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15