Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi og nú rétt fyrir klukkan fimm mældist stærsti skjálftinn til þessa. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. „Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
„Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira