Hver verður markadrotting á EM? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 10:30 Mead og Popp berjast ekki aðeins um Evróputitilinn. Samsett/Getty Tveir markahæstu leikmenn Evrópumóts kvenna í fótbolta verða báðir í eldlínunni þegar England mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins á morgun. Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull. EM 2022 í Englandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira
Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira