Katarliðið í furðulegum sex mánaða æfingabúðum fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 13:30 Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta í nóvember og desember á þessu ári og liðið þeirra mætir vel undirbúið til leiks. Getty/Nicola Sua Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar seinna á þessu ári og þetta verður stórfurðuleg heimsmeistarakeppni sem klárast rétt fyrir jól. Katar er fyrsta múslimaþjóðin í Austurlöndum nær sem heldur þetta risamót en það þýddi að færa þurfti mótið af heitasta tímanum. Mótið fer því ekki fram um sumar heldur í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri. Það er ekki bara leiktíminn og leikstaðurinn sem er furðulegur heldur verður undirbúningur heimamanna einnig að teljast það líka. Qatar World Cup 2022: National team's six-month training camp 'strange' https://t.co/fofgAF55Ae— BBC Football News (@BBCFoot) July 28, 2022 Katarbúar kölluðu saman 27 manna hóp í síðasta mánuði og hann mun æfa saman og spila æfingarleiki allt fram að móti. Sex mánaða æfingabúðir takk fyrir. Fyrsti leikur Katar á heimsmeistaramótinu er á móti Ekvador 21. nóvember. Katar byrjaði æfingar sínar á Spáni en fluttu sig síðan yfir til Austurríki þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka. „Hugmyndin er ekki algjörlega út í hött en þetta er samt mjög furðulegt,“ er haft eftir ónefndum leikmanni breska ríkisútvarpsins úr katörsku deildinni. "It is a strange thing to do."By the time the @FIFAWorldCup starts on 21 November, Qatar's national team will have been in a training camp for SIX months.Not everyone in the @QSL_EN agrees with the plan: https://t.co/V01WwCWxzg #WorldCup2022 pic.twitter.com/P9gT36bVAM— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) July 28, 2022 „Þetta er bara of langur tími. Þeir hefðu átt að gera þetta á styttri tíma. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn andlega að taka þá út úr keppnisleikjum liða sinna,“ sagði sá sami. „Það er erfitt að vera svona lengi saman. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og þeir ættu að stytta þessar æfingarbúðir sínar,“ sagði viðmælandi BBC Sport. Fyrir tuttugu árum síðan þá fór lið Suður-Kóreu í fimm mánaða æfingabúðir fyrir HM á heimavelli þar sem liðið endaði á að komast alla leið í undanúrslitin Á dagskrá hjá Katar er að fara vel yfir taktík og leikskipulag auk þess að þétta hópinn. Auk leiksins á móti Ekvador þá mætir Katar einnig liðum Senegal (25. nóvember) og Hollands (29. nóvember) í riðli sínum á HM. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Katar er fyrsta múslimaþjóðin í Austurlöndum nær sem heldur þetta risamót en það þýddi að færa þurfti mótið af heitasta tímanum. Mótið fer því ekki fram um sumar heldur í nóvember og desember þar sem hitinn er bærilegri. Það er ekki bara leiktíminn og leikstaðurinn sem er furðulegur heldur verður undirbúningur heimamanna einnig að teljast það líka. Qatar World Cup 2022: National team's six-month training camp 'strange' https://t.co/fofgAF55Ae— BBC Football News (@BBCFoot) July 28, 2022 Katarbúar kölluðu saman 27 manna hóp í síðasta mánuði og hann mun æfa saman og spila æfingarleiki allt fram að móti. Sex mánaða æfingabúðir takk fyrir. Fyrsti leikur Katar á heimsmeistaramótinu er á móti Ekvador 21. nóvember. Katar byrjaði æfingar sínar á Spáni en fluttu sig síðan yfir til Austurríki þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka. „Hugmyndin er ekki algjörlega út í hött en þetta er samt mjög furðulegt,“ er haft eftir ónefndum leikmanni breska ríkisútvarpsins úr katörsku deildinni. "It is a strange thing to do."By the time the @FIFAWorldCup starts on 21 November, Qatar's national team will have been in a training camp for SIX months.Not everyone in the @QSL_EN agrees with the plan: https://t.co/V01WwCWxzg #WorldCup2022 pic.twitter.com/P9gT36bVAM— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) July 28, 2022 „Þetta er bara of langur tími. Þeir hefðu átt að gera þetta á styttri tíma. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn andlega að taka þá út úr keppnisleikjum liða sinna,“ sagði sá sami. „Það er erfitt að vera svona lengi saman. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og þeir ættu að stytta þessar æfingarbúðir sínar,“ sagði viðmælandi BBC Sport. Fyrir tuttugu árum síðan þá fór lið Suður-Kóreu í fimm mánaða æfingabúðir fyrir HM á heimavelli þar sem liðið endaði á að komast alla leið í undanúrslitin Á dagskrá hjá Katar er að fara vel yfir taktík og leikskipulag auk þess að þétta hópinn. Auk leiksins á móti Ekvador þá mætir Katar einnig liðum Senegal (25. nóvember) og Hollands (29. nóvember) í riðli sínum á HM.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira