Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. júlí 2022 14:58 Mannsins er leitað í Flateyjardal. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí. Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til. Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til.
Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira