Innlent

Byrjuðu á fjöru­tíu skömmtum af bólu­efni gegn apa­bólu

Árni Sæberg skrifar
Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.
Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi. vísir/arnar

Bólusetning gegn apabólunni hófust í vikunni en aðeins fjörutíu skammtar bóluefnis hafa borist til landsins. Ekkert bóluefni gegn apabólu hefur hlotið markaðsleyfi í Evrópu en bóluefni sem ætlað er gegn bólusótt er talið veita vernd gegn apabólu.

Fjörutíu skammtar af bóluefninu Jynneos voru veittir í vikunni, að því er kemur fram í frétt Morgunblaðins.  Þar er haft eftir Guðrúnu Aspelund, starfandi sóttvarnalækni, að von sé á fleiri skömmtum bóluefnis frá Evrópusambandinu. Áður hefur verið greint frá því að alls muni fjórtán hundruð skammtar efnis berast hingað til lands.

Í bréfi til bólusettra, sem lesa má á vef Landlæknis, segir að mælt sé með að fólk í áhættuhópum og útsettir þyggi bólusetningu með Jynneos.

Einn greindist smitaður af apabólunni í gær og nú hafa tíu í heildina greinst smitaðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.