Fór út í atvinnumennsku en fékk aldrei leikheimild | Komin aftur heim í Keflavík Atli Arason skrifar 27. júlí 2022 23:01 Marín í leik með Keflavík Víkurfréttir Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Keflavík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Hellas Verona á Ítalíu. Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira