Fór út í atvinnumennsku en fékk aldrei leikheimild | Komin aftur heim í Keflavík Atli Arason skrifar 27. júlí 2022 23:01 Marín í leik með Keflavík Víkurfréttir Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Keflavík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Hellas Verona á Ítalíu. Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti