Fótbolti

Rooney sækir Guðlaug Victor til DC United

Atli Arason skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson er orðinn leikmaður DC United
Guðlaugur Victor Pálsson er orðinn leikmaður DC United DC United

DC United staðfesti rétt í þessu komu Guðlaugs Victors Pálssonar til félagsins. Guðlaugur Victor kemur til DC United frá þýska félaginu Schalke 04 og skrifar undir tveggja ára samning við DC United með möguleika á eins árs framlengingu.

„Við búumst við því að Victor verði áhrifaríkur í liðinu og einhver sem sem getur spilað stórt hlutverk innan vallar sem og utan vallar. Hans leiðtogahæfileikar og hæfni bæði á og af boltanum mun styrkja hryggjasúlu liðsins okkar og bæta alla í kringum hann,“ sagði Dave Kasper, yfirmaður knattspyrnumála hjá DC United við vefsíðu félagsins. „Hann er spennandi nýjung fyrir félagið og einhver sem mun leika mikilvægt hlutverk í því að færa liðið áfram undir stjórn Wayne Rooney,“ bætti Kasper við.

Guðlaugur Victor er þriðji leikmaðurinn sem knattspyrnustjórinn Rooney fær til DC United síðan hann tók við stjórnartaumnum. en DC United leikur í bandarísku MLS deildinni. Washinton Post greinir frá því Guðlaugur Victor fær að minnsta kosti 612.500 Bandaríkjadali í árslaun, tæpar 85 milljónir króna.

Guðlaugur Victor er 31 árs gamall og hefur meðal annars leikið með Darmstadt, FC Zürich, Esbjerg, NEC Nijmegen, New York RB og Hibernian á löngum ferli

Á hann 29 landsleiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim 1 mark. Guðlaugur Victor dróg sig úr landsliðshópnum í október á síðasta ári og hefur ekki leikið með landsliðinu síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×