Fótbolti

Jafnt í toppslagnum í Kórnum

Hjörvar Ólafsson skrifar
HK er í harðri barátt um að komast upp í efstu deild. 
HK er í harðri barátt um að komast upp í efstu deild.  Vísir/Hulda Margrét

HK og Tindastóll skildu jöfn með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í mikilvægum leik í baráttu liðanna um að komast upp úr Lengjudeild kvenna í fótbolta í Kórnum í kvöld. 

Bæði mörkin í Kórnum voru komin eftir stundarfjórðungs leik. Hugrún Pálsdóttir kom gestunum frá Sauðárkróki yfir eftir tæplega tíu mínútna leik og Isabella Eva Aradóttir jafnaði metin eftir korter. 

Þar við sat en HK komst upp að hlið FH á toppi deildarinnar með þessu stigi en bæði lið hafa 26 stig. FH hefur hins vegar leikið 10 leiki á meðan HK var að spila sinn 12. leik í kvöld. 

Tindastóll er svo í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig eftir 12 leiki. Víkingur er svo í fjórða sæti með 22 stig eftir 11 leiki en liðið lagði Grindavík að velli suður með sjó í kvöld með einu marki gegn engu. 

Upplýsingar um úrslita og markaskorara eru fengnar hjá fotbolta.net. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×