Erlent

Lækna­nemar í Michigan gengu út í mót­mæla­skyni

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Læknanemar og fleiri viðstödd við hátíðarathöfn hjá Michigan háskóla gengu út. Mynd tengist frétt ekki beint.
Læknanemar og fleiri viðstödd við hátíðarathöfn hjá Michigan háskóla gengu út. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/shapecharge

Tugir læknanema við Michigan háskóla í Bandaríkjunum gengu út af sinni eigin hátíðarathöfn á dögunum vegna fyrri ummæla próferssors við háskólann um þungunarrof.

Samkvæmt umfjöllun NPR um málið hefur prófessorinn, Dr. Kristin Collier opinberlega talað gegn þungunarrofi en Collier starfar sem kennari og læknir.

Í kjölfar birtingar á drögum hæstaréttar Bandaríkjanna hvað varðar höfnun Roe gegn Wade sagði Collier á Twitter aðgangi sínum að hún „gæti ekki samþykkt það ofbeldi sem ófrískar konur séu beittar með þungunarrofi í nafni sjálfsákvörðunarréttar.“

Þegar Michigan háskóli tilkynnti að Collier myndi halda ræðu á hátíðarathöfn læknanema dreifðu nemendur skólans undirskriftalista þar sem þau báðu um að annar einstaklingur væri fenginn í stað hennar. Meira en 400 einstaklingar skrifuðu undir ákallið en nemendur sögðu viðveru Collier gera lítið úr háskólanum.

Viðbrögð læknanema við ræðuhaldi Collier hafa farið eins og eldur um sinu á Twitter en myndband var tekið af gjörningnum. Læknanemar sögðu í yfirlýsingu vegna gjörningsins að þau hafi viljað „standa með þeim sem eiga það á hættu að missa réttin til sjálfsákvörðunar yfir eigin líkama.“

Vitni sem var á athöfninni og tók gjörninginn upp segir um það bil 70 læknanema ásamt fjölskyldu og kunningjum hafi gengið út þegar Collier tók til máls.

Myndbandið má sjá hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×