Innlent

Býst við að mál læknis á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja verði fellt niður

Árni Sæberg skrifar
Alvarleg mistök hjá HSS hafa verið til skoðunar um nokkurt skeið.
Alvarleg mistök hjá HSS hafa verið til skoðunar um nokkurt skeið. Vísir/Egill

Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um mál tveggja lækna sem grunaðir eru um stórfelld brot í starfi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar þeirra er grunaður um að hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga.

Í Fréttablaðinu segir að dómkvaddir matsmenn hafi skilað matsgerð til Héraðsdóms Reykjaness sem Lögreglan á Suðurnesjum hafði farið fram á.

Matsmennirnir hafi talið að skráning læknis­með­ferða á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja hafi ekki verið eins og á öðrum sjúkra­stofnunum. Ekki hafi alltaf verið sam­ræmi milli skráningar í tölvu­kerfum og þeirra með­ferða sem í raun hafi verið veittar.

„Ég vænti þess að málin gegn mínum um­bjóðanda verði nú felld niður í kjöl­far niður­stöðu mats­mannanna og að rann­sókn verði hætt,“ hefur Fréttablaðið eftir Almari Möller, lögmanni annars læknanna. 

Hvorki hefur náðst í Almar við vinnslu fréttarinnar né fengist staðfest að umbjóðandi hans sé Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknirinn sem grunaður er um að hafa sett níu sjúklinga í ótímabæra líknarmeðferð. Hinn læknirinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum.


Tengdar fréttir

Lýsir loka­dögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“

„Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“

Skúli Tómas kominn í leyfi frá Land­spítala

Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum.

Ó­sáttir í­búar upp­nefna HSS „Slátur­hús Suður­nesja“

Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar.

Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni

„Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×