Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“ Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 17:30 Betsy Hassett leikur með Stjörnunni út yfirstandandi leiktímabil áður en hún kemur aftur til liðsins fyrir næsta leiktímabil. Hulda Margrét Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix) Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix)
Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00
Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30
Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30
FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00