FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 19:00 Bandaríkin voru heimsmeistarar árið 2019. Getty Images Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira
Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira