Segir að Messi hafi ekki ritað sinn seinasta kafla hjá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 12:01 Joan Laporta segir að Messi hafi ekki sagt sitt síðasta hjá Barcelona. Joaquin Corchero / Europa Press Sports via Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Lionel Messi eigi enn eftir að rita einn kafla í sögu sinni hjá félaginu og segir það á sinni ábyrgð að leikmaðurinn fái fallegri endi á tíma sínum hjá Börsungum. Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira