Innlent

Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli vararíkissaksóknara til skoðunar.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli vararíkissaksóknara til skoðunar. Vísir/Vilhelm

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara.

Þetta staðfestir Sigríður í samtali við Vísi. Ummælin segir hún til skoðunar að hennar frumkvæði. 

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson deildi nýlega frétt sem fjallaði um reynslu hinsegin hælisleitanda af því að hafa verið sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. „Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook og hafa ummælin vakið hörð viðbrögð. 

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði að ummæli Helga slái sig illa. Það sé hins vegar ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 

„Það er best að hún [Sigríður] svari því hvaða skref hún hyggst taka en ég hef ákveðna vanþóknun á þessu og framgöngu vararíkissaksóknara og hún slær mig ekki vel,“ sagði Jón.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×