Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 21:09 Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist ekki vera kvíðin fyrir kjarasamningaviðræðum. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira