Fótbolti

Menn Milosar upp í þriðja sætið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Milos Milojevic stýrði Malmö til 2-1 sigurs í dag.
Milos Milojevic stýrði Malmö til 2-1 sigurs í dag. Malmö FF

Malmö, undir stjórn Milosar Milojevic, er komið upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Íslendingaliði Sirius í dag.

Milos hefur sætt gagnrýni frá því að hann tók við Malmö fyrir tímabilið en þar á bæ er krafa gerð um titil og ekkert minna. Liðið hefur verið að rétta úr kútnum eftir strembna byrjun og hafði fyrir leik dagsins unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius, sem hafði eins og Malmö, unnið tvo leiki í röð fyrir leik dagsins. Óli Valur Ómarsson sat allan leikinn á varamannabekk Sirius.

Malmö stýrði ferðinni í dag frá upphafi og leiddi 1-0 í hálfleik með marki Kósóvóans Patriot Sejdiu, sem skoraði eftir stoðsendingu frá Moustafa Zeidan á 33. mínútu.

Róðurinn þyngdist fyrir gestina í Sirius þegar bakvörðurinn Dennis Widgren fékk að líta rautt spjald þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en aðeins þremur mínútum síðar, á 52. mínútu, kom Moustafa Zeidan Malmö í 2-0.

Tíu leikmenn Sirius gáfust ekki upp þar sem Filip Rogic minnkaði muninn af vítapunktinum fimm mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. Sejdiu skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu frá Zeidan, á 89. mínútu og þar við sat.

Malmö vann leikinn 2-1 og er með 30 stig í þriðja sæti, jafnt Djurgården, sem er í öðru sæti, að stigum. Häcken er á toppnum með 31 stig en á tvo leiki inni á Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×