Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys við Hval­fjarðar­göng

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Maður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng.
Maður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng. Vísir/Vilhelm

Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið.

Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins varð fólk í strætisvagni á leið út úr bænum vitni að slysinu. Kona um borð í vagninum er sögð hafa verið sjúkraflutningamaður og veitt ökumanni bílsins aðhlynningu á slysstað. Eiginmaður sjónarvottar segir alla farþega strætisvagnsins hafa hlotið áfallahjálp á sjúkrahúsinu á Akranesi.

Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×