Erlent

Starfs­maður Law and or­der skotinn til bana

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Aðstoðarmaður á setti var skotinn til bana. Mynd tengist frétt ekki beint.
Aðstoðarmaður á setti var skotinn til bana. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Snap Decision

Aðstoðarmaður á setti sívinsælu sjónvarpsþáttana „Law and Order: Organized Crime“ var skotinn til bana á setti í Brooklyn á þriðjudag.

Lögreglan segir fórnarlambið, Johnny Pizarro hafa setið í bíl sínum klukkan rétt rúmlega fimm um morgun þegar árásarmaðurinn hafi komið að bílnum, opnað hurðina og skotið Pizarro í háls og höfuð. Washington Post greinir frá þessu.

Íbúar á svæðinu í kringum tökustaðinn segjast vanir tilbúnum glæpasenum en svæðið í kring er meðal þeirra sem hafi eina lægstu glæpatíðni í New York borg samkvæmt gögnum lögreglu sem ná frá janúar 2021 til maí 2022.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×