Nígerískar landsliðskonur í verkfall vegna launadeilna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 15:46 Samstaðan er mikil hjá landsliði Nígeríu. Twitter@CAFwomen Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira