Nígerískar landsliðskonur í verkfall vegna launadeilna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 15:46 Samstaðan er mikil hjá landsliði Nígeríu. Twitter@CAFwomen Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira