Erlent

Lét Pútín bíða fyrir framan myndavélarnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimír Pútín fyrir fund hans og Erdogans í gær.
Vladimír Pútín fyrir fund hans og Erdogans í gær. AP/Sergei Savostyanov

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét Vladimír Pútín, forseta Rússlands, standa einan fyrir framan myndavélarnar í tæpa mínútu fyrir fund þeirra í Íran í gær. Erdogan er talinn hafa verið að hefna sín fyrir sambærilegt atvik fyrir tveimur árum.

Þetta var fyrsti fundur Pútíns með leiðtoga ríkis í Atlantshafsbandalaginu frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beið iðandi í um fimmtíu sekúndur þar til Erdogan gekk inn og þeir heilsuðust.

Sjá einnig: Leið­togar þriggja vald­stjórnar­ríkja stinga saman nefjum

Myndband af bið Pútíns má sjá hér að neðan. Það var forsetaembætti Tyrklands sem birti myndbandið í gærkvöldi.

Reuters segir frá því að líkja megi atvikinu við aðra fundi þar sem Pútín hefur látið aðra þjóðarleiðtoga bíða. Tyrkneskir fjölmiðlar vísa sérstaklega til atviks árið 2020 þegar Pútín lét Erdogan bíða eftir sér í um tvær mínútur fyrir fund þeirra.

Meðal annars hafa Tyrkir velt fyrir sér hvort Erdogan hafi verið að hefna sín á Pútín fyrir það atvik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×