Skemmdir unnar á sameign á stúdentagörðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. júlí 2022 11:32 Nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Myndin er samsett. Aðsent, Vísir/Hanna Andrésdóttir Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi. Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira