Fótbolti

Valdimar og Jónatan á skotskónum í Noregi

Atli Arason skrifar
Jónatan Ingi, leikmaður Sogndal, skoraði eitt og lagði upp annað í 3-3 jafntefli gegn Ranheim
Jónatan Ingi, leikmaður Sogndal, skoraði eitt og lagði upp annað í 3-3 jafntefli gegn Ranheim Sogndal

Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson, samherjar hjá Sogndal, skoruðu báðir mark í 3-3 jafntefli Sogndal á útivelli gegn Ranheim í næst efstu deild í Noregi í dag.

Valdimar gerði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu eftir undirbúning Jónatans og staðan var 0-1 í leikhlé fyrir Sogndal. Erik Gronner tvöfaldaði svo forskot Sogndal á 54. mínútu áður en Sivert Solli og Marcus Mehnert jöfnuðu leikinn fyrir Ranheim með næstu tveimur mörkunum á 59. og 72. mínútu.

Jónatan Ingi endurheimti forystu Sogndal með marki á 75. mínútu en Mehnert skoraði aftur á 83. mínútu, sjötta og síðasta mark leiksins og lokatölur 3-3.

Eftir jafnteflið er Sogndal er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigum á eftir Ranheim sem er einu sæti ofar þegar bæði lið eru búinn að leika 15 leiki. Brann er þó að stinga af á toppi deildarinnar en Brann er i 1. sæti með 36 stig eftir 14 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×