Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Ís­lands fyrir Frakk­lands­leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundinum í Rotherham í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir og Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundinum í Rotherham í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það styttist óðum í úrslitastund fyrir stelpurnar okkar úti í Englandi og í kvöld fengu þær að kynnast leikvellinum í fyrsta sinn auk þess að hitta fjölmiðlamenn á UEFA-blaðamannafundi.

Ísland mætir Frakklandi á morgun í lokaleik sínum í D-riðli á EM í Englandi en þar mun koma í ljós hvort íslensku stelpurnar komast í átta liða úrslitin eða hvort þær séu á leiðinni heim.

Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu en liðið gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu í leikjum sínum til þessa. Tveir fyrstu leikir íslenska liðsins fóru fram í Manchester en nú færa þær sig yfir til Rotherham þar sem þær frönsku hafa spilað alla sína leiki.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, mættu á blaðamannafund í dag í tengslum við æfingu liðsins á New York Stadium í Rotherham. Á fundinum ræddu þau leikinn mikilvæga á morgun.

Það má sjá allan blaðamannafundinn hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannfundur ÍslandsFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.