Erlent

Rússí­baninn verði rifinn eftir bana­slysið í Ár­ósum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kona og stúlka skoða kerti og blómsveiga sem hafa verið lögð fyrir framan Friheden-tívolí til minningar um stúlkunna sem lést.
Kona og stúlka skoða kerti og blómsveiga sem hafa verið lögð fyrir framan Friheden-tívolí til minningar um stúlkunna sem lést. EPA/Mikkel Berg Pedersen

Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið.

Í fyrradag brotnaði aftasti vagninn af vagnaröðinni í Kóbra-rússíbana með þeim afleiðingum að hann fór af teinunum. Fjórtán ára stúlka lést í kjölfarið og þrettán strákur slasaðist alvarlega. 

Hans N. Hansen, sem situr í stjórn tívolísins og er einn af eigendum tívolíkeðjunnar, greindi frá því við DR að tækinu verði lokað og það rifið niður eftir slysið.

Slysið í fyrradag er ekki það fyrsta í sögu rússíbanans. Árið 2008, þegar rússíbaninn var nýlega búinn að opna, varð sambærilegt slys þegar vagn brotnaði í tækinu og fjórir slösuðust.

Henrik Ragborg Olesen, forstjóri tívolísins, ræðir við fjölmiðla eftir banaslysið.EPA/Mikkel Berg Pedersen

Henrik Ragborg Olesen, forstjóri tívolísins, segir að þrátt fyrir að Kóbrunni hafa verið lokað virki öll önnur tæki sem skyldi og samræmist öllum reglum. Þrátt fyrir það segir hann að tívolíið hafi kallað til eftirlitsmenn til að skoða öll tæki tívolísins. Það sé gert bæði sem öryggisráðstöfun og til að láta starfsfólkinu líða öruggar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×