Lingard gæti elt Rooney til Washington Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 08:01 Jesse Lingard gæti verið á leið til Bandaríkjanna. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set. Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira