Fótbolti

Rooney staðfestur sem stjóri DC United

Hjörvar Ólafsson skrifar
Wayne Rooney er formlega tekinn við sem knattspyrnustjóri DC United. 
Wayne Rooney er formlega tekinn við sem knattspyrnustjóri DC United.  Vísir/Getty

Wayne Rooney var í kvöld kynntur til leiks sem nýr knattspynustjóri MLS-liðsins DC United en þessi tíðindi hafa legið í loftinu síðustu vikurnar.

Rooney tekur við starfniu af Hernan Losada sem var látinn taka pokann sinn hjá DC United í apríl en Chad Ashton hefur stýrt liðinu tímabundið síðustu mánuðina.

Þegar síðustu leiktíð lauk lét Rooney af störfum hjá enska C-deildarliðinu Derby County en enski landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hafði stýrt skútunni þar síðan árið 2020. 

Hrútarnir féllu niður í C-deild í vor undir stjórn Rooney en 17 ára stjórnartíð hans einkenndist af miklum fjárhagsörðugleikum hjá félaginu.

Rooney lék þar áður síðustu árin á leikmannaferli sínum með DC United árin 2018 og 2019. Það verður verk að vinna hjá Rooney í Washington en liðið er næstneðst í Austurdeild MLS-deildarinnar með 17 stig eftir jafn marga leiki.

DC United fékk 7-0 skell í síðasta deildarleik sínum sem var á móti Philadelphia Union.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×