Lingard gæti elt Rooney til Washington Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 08:01 Jesse Lingard gæti verið á leið til Bandaríkjanna. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set. Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira