Innlent

Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skúli Mogensen á Hvammsvík með móður sinni, Önnu Skúladóttur.
Skúli Mogensen á Hvammsvík með móður sinni, Önnu Skúladóttur. Vísir/Vilhelm

Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segir meðal annars að gríðarleg eftirspurn hafi verið eftir þeim 30 lóðum sem auglýstar voru til sölu í Hvammsvík í september síðastliðnum. Þá standi til að styrkja betur þá þjónustu sem er í uppbyggingu á jörðinni en þar er meðal annars að finna sjóböð sem verða opnuð almenningi um helgina.

Í skipulagslýsingu kemur fram að leitað verði umsagna hjá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarhrepps, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Skógrækt ríkisins. Miðað við tímalínu gæti sala lóða hafist um áramót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×