Fótbolti

Sandra hefur varið flest skot allra markvarða á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir í leiknum í gær. Hún hefur staðið sig mjög vel á mótinu.
Sandra Sigurðardóttir í leiknum í gær. Hún hefur staðið sig mjög vel á mótinu. Vísir/Vilhelm

Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska landsliðsins, átti mjög góðan leik á móti Ítölum í gær og hefur spilað frábærlega í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM í Englandi.

Sandra varði sjö skot á móti Belgum og svo aftur sjö skot í leiknum í gær.

Hún hefur því samtals varið fjórtán skot á mótinu eða fleiri skot en allir aðrir markverðir mótsins samkvæmt opinberri tölfræði mótsins.

Sandra hefur varið einu skoti fleiri en finnski markvörðurinn Tinja-Riikka Korpela sem er í öðru sæti og í þriðja sætinu er síðan Jacqueline Burns hjá Norður-Írlandi með tólf varin skot.

Sandra hefur varið 14 af 16 skotum sem hafa komið á hana eða 88 prósent skotanna sem hún hefur reynt við.

Korpela hefur fengið á sig fimm mörk og er með 72 prósent markvörslu en Burns er með 67 prósent markvörslu þar sem hún hefur fengið á sig sex mörk.

  • Flest varin skot markvarða á EM til þessa:
  • 14 - Sandra Sigurðardóttir, Íslandi
  • 13 - Tinja-Riikka Korpela, Finnlandi
  • 12 - Jacqueline Burns, Norður-Írlandi
  • 9 - Nicky Evrard Belgíu
  • 7 - Gaëlle Thalmann, Sviss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×