Fótbolti

Lyfjaeftirlitið fylgdi manni leiksins inn á blaðamannafundinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barbara Bonansea á blaðamannafundinum í gær.
Barbara Bonansea á blaðamannafundinum í gær. Getty/Charlotte Tattersall

Ítalska knattspyrnukonan Barbara Bonansea var valin maður leiksins í leiknum á móti Íslandi í gær.

Hún var sett á bekkinn eftir tapleikinn á móti Frakklandi en kom inn á í hálfleik og lagði upp jöfnunarmark Ítalanna með flottum spretti upp að endamörkum.

UEFA valdi hana mann leiksins og kom Bonansea því á blaðamannafundinn eftir leik.

Það var augljóslega búið að boða hana í lyfjapróf eftir leikinn og lyfjaeftirlitsmaðurinn ætlaði ekki að missa sjónar á henni.

Hún fylgdi henni því á blaðamannafundinn en fékk þó ekki að spyrja neinna spurninga.

Bonansea er 31 árs gömul og er leikmaður Juventus. Hún verður því samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×