Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:44 Sara Björk dúndrar boltanum í leiknum við Ítali í dag Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu. „Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
„Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15