Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var síðust til að skora á móti Ítalíu en það gerði hún í jafntefli fyrir rúmu ári síðan. Vísir/Vilhelm Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni. Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira