Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var síðust til að skora á móti Ítalíu en það gerði hún í jafntefli fyrir rúmu ári síðan. Vísir/Vilhelm Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni. Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira